Laugargerðisskóli
Traust - Virðing - Vinátta
  • 6.-10 Foreldraviðtöl
  • 9. Tæknimessa. 8.-10. bekkur fer á Akranes
  • 9. Æskulýðsball. 8.-10. fer á ball í Hjálmakletti
  • 15. Íþróttaæfing eftir skóla
  • 16. Samvera yngri. Yngsta stigið fer á Lýsuhól
  • 22. Elmar talmeinafræðingur kemur
  • 23. Inga sálfræðingur kemur
  • 23. Langur dagur hjá eldri. 5.-10. bekkur fer á Lýsuhól
  • 29. Oddný skólahjúkrunarfræðingur kemur

Fimmtudaginn 18. október lögðu tvær vaskar konur og einn ungur sveinn af stað í gönguferð með nemendur grunnskóladeildar. Var hópnum ekið upp að afleggjara að veiðihúsum við Haffjarðará. Fyrst var genginn stuttur spölur undir einu mislægu gatnamót sveitarinnar en síðan var haldið af stað upp veiðiveginn við Haffjarðará. Gengið var að gömlu veiðihúsunum við Kvörn þar sem áð var og umhverfi og hús skoðuð. Síðan var gengið meðfram hraunjaðrinum að Ytri-Rauðamel þangað sem hópurinn var sóttur. Þar sem þetta var soldið aldursdreifður hópur voru menn auðvitað misþreyttir og var þá gott að eiga einhvern eldri að til aðstoðar. (Myndir)

 

 

 

Föstudaginn 6. okt fóru krakkarnir í 8. og 10. bekk í smiðjur á Kleppjárnsreykjum. Þar voru mættir krakkar af unglingastigi frá grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum, Reykhólaskóla og Laugargerðisskóla. Smiðjurnar voru fjölbreyttar að vanda en nú var boðið upp á: Blak, bakstur og kökuskreytingar, rafiðn, tálgun og útskurð, kvikmyndagerð og jóga. Vinna hefst kl. 14:30 á föstudegi og stendur fram að kvöldmat. Þá er slappað af , farið í leiki og horft á fótboltaleik. Síðan er byrjað aftur kl. 09 á laugardagsmorgni og unnið til kl. 14 með hádegishléi. Það er alltaf endað með smá lokakynningu fyrir alla og síðan farið heim. Okkar krakkar komust öll í sitt fyrsta val og voru ánægð með dvölina. (Myndir)Skólablaðið Jökull
Hérna er hægt að skoða síðustu 5 eintök af blaðinu.

2013

2014

2015

2016

2017