Laugargerðisskóli
Traust - Virðing - Vinátta

Það leikur ekki beinlínis við okkur veðrið í augnablikinu og hér vestan við okkur blæs hann stíft. Við seinkum því heimferð barnanna þar til lægir. Hér una sér allir vel, Áslaug fann til handa okkur miðdegishressingu og hlátrasköll heyrast um gangana. Óli komst austur úr með sinn hóp og vonum við að allt hafi gengið vel þar.

 

 

Janúarbréfið okkar er nú komið út!

Hér má finna matseðilinn fyrir janúar.

Þess má geta að Áslaug okkar matráður var að ljúka Matartækninámi sínum og fékk þar hæstu einkunn – duxaði sem sagt!

Við erum afskaplega stolt af Áslaugu okkar og njótum góðs af!

Gleðilegt ár kæru nemendur og foreldrar.

Leik- og grunnskólinn hefjast á fimmtudaginn, 4. janúar klukkan 10:30 með náttfata- og bangsadegi.

Skólastarf verður síðan með hefðbundnu sniði frá og með 5. janúar.

Við hlökkum til þess að fá ykkur til baka!Skólablaðið Jökull
Hérna er hægt að skoða síðustu 5 eintök af blaðinu.

2013

2014

2015

2016

2017