Laugargerðisskóli auglýsir í eftirfarandi störf:

Skólaliði

Um er að ræða 63 % stöðu skólaliða sem dreifist jafnt á fimm daga vikunnar. Vinnutími er frá 9:55 til  15:25. Ráðningartímabil er frá og með 15. ágúst til og með 31. maí.

Starfið er fjölbreytt og lýtur að mörgum þeim daglegu verkum sem falla til innan skólans.

Meginverkefni eru þrif á skólahúsnæði og gæsla nemenda. Auk þess eru ýmis verkefni sem falla undir kjarasamninga skólaliða, er lúta að daglegu starfi leik og grunnskóla.

Umsjóanarkennarastöðu á yngsta stigi auk íþróttakennslu

Um er að ræða 100% starf við kennslu íþrótta við skólann auk umsjón með yngsta stigi skólans. Í starfinu fellst samstarf við leikskóladeild og Frístund.

Stöðu deildarstjóra leikskóla

Um er að ræða 100% starf. Á leikskóladeildinni eru um 10 börn á aldrinum eins og upp í fimm ára. Náið og gott samstarf er á milli leik og grunnskóladeildarinnar. Starfslýsing er samkvæmt kjarasmningi FL og Sambands ísl. sveitarfélaga.

Leikskólakennara

Um er að ræða 70 – 100% starf. Starfslýsing er samkvæmt kjarasamningi FL og Sambands ísl. sveitarfélaga.

Áhugasamir vinsamlegast hafið samand við skólastjóra til þess að fá nánari upplýsingar. Umsóknum skal skilað til skólastjóra eigi síðar en 12.06.18.

Ef ekki ræðst til starfa fagmenntaðir kennarar verða ófagmenntaðir starfsmenn ráðnir.

Ingveldur Eiríksdóttir skólastjóri

skolastjori@laugargerdisskoli.is

8560465