Litlu jólin – Jólafrí

Miðvikudaginn 20. desember voru litlujólin í Laugargerðisskóla. Þetta fór frammeð hefðbundnum hætti: Nemendur komu fyrst og héldu sín stofujól með sínum umsjónarkennara þar sem skipst var á jólakortum og gjöfum og eitthvað spjallað eða hlustað á jólasögu. Aðstanendur mættu svo síðar og þá var hátíðardagskrá á sal þar sem nemendur fluttu nokkur atriði og verðlaun voru veitt fyrir fallegustu gluggana og jólapóstpoka. Á yngsta stigi voru það Kristín Lára og Aron Sölvi, á miðstigi voru það Kolbrún Katla og Ingibjörg og á efsta stigi voru það Steinunn Ósk og Árný Stefanía sem fengu verðlaun. Að því loknu var dansað í kringum jólatré og kíktu þá tveir rauðklæddir herramenn í heimsókn. (Myndir)

Kennsla hefst að nýju eftir jólafrí þann 4. janúar 2018 kl 10:30

 

Gleðileg jól