Nú er úti veður vott – og skyggni lítið

Það leikur ekki beinlínis við okkur veðrið í augnablikinu og hér vestan við okkur blæs hann stíft. Við seinkum því heimferð barnanna þar til lægir. Hér una sér allir vel, Áslaug fann til handa okkur miðdegishressingu og hlátrasköll heyrast um gangana. Óli komst austur úr með sinn hóp og vonum við að allt hafi gengið vel þar.