Starfsdagur á miðvikudag 31. janúar

Vinsamlegast athugið kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í leik- og grunnskóladeild.

Á miðvikudaginn munum við í skólanum hafa starfsdag – þó alla daga séum við nú starfandi í skólanum!

 

Því verða leik- og grunnskólabörnin í fríi þann dag – við hittumst svo aftur hress og kát á fimmtudaginn 1. febrúar.

 

Þennan starfsdag vinna kennarar og starfsmenn að námsmati og í kjölfarið verða foreldra og nemendasamtöl þar sem áhersla verður á að fara yfir veturinn, næstu skref og markmiðssetningu nemendanna sjálfra fram á vorið.

Við minnum einnig á þorrablótið þann 6. feb.  sem áður hefur verið kynnt!