Breytingar á skólahúsnæði

Nú í vor standa yfir breytingar hér innan dyra. Við erum að færa kennara – og skólastjórastofuna inn þar sem gamla setustofan var og er þar nú komin starfsmannaaðstaða. Bókasafnið hefur verið tekið í gegn þó því verki sé ekki lokið. Mikið flokkunarstarf hefur verið unnið og vinna lögð í að flokka bækurnar eftir menningargildi. Jóní

 

na

 

Eiríksdóttir bókasafnsfræðingur hefur verið okkur innan handar með að finna fágætar bækur og koma þeim í góðar hendur, annað hvort á varabókasafni Landsbókasafns þar sem geymd eru öll eintök af útgefnum bókum á Íslandi frá ómunatíð eða á önnur bókasöfn sem vildu eiga góssið. Þetta er gleðilegt og nú eru mun rýmra um barnabókasafnið og handbækurnar okkar fá betur notið sín. Halla hefur verið betri en engin í þessari vinnu og hún á skilið góðar þakkir fyrir.

Leikskólinn mun færast þangað sem kennarastofan var og er það mikill fengur að fá hann inn til okkar. Mikil og góð starfsemi er í leikskólanum núna, börnin 9 á öllum aldri. Aðstaða fyrir nemendur verður á ,,brúna“ ganginum. Bidda gaf okkur dásemdar sófa og motta er komin á gólf. Vonandi á eftir að fara vel um alla!

Ekki er búið að græja símamálin, þannig að best er að hringja beint í farsímana okkar, síminn hjá skólastjóra er 8560465.