Pizzubakstur

 

Heimilisfræði hefur verið kennd í vetur á yngsta og miðstigi – skemmst er að minnast matarboðs sem miðstigið hafði fyrir foreldra sína og tókst mjög vel. Þau voru aldeilis ekki búin að fá nóg af því að  þjónusta fólkið í kringum sig heldur buðu, ásamt yngsta stiginu starfsfólki og nemendum upp á pizzur sem þau völdu sjálf hvað ætti að vera ofan á.

Pizzurnar brögðuðust afskaplega vel og við þökkum kærlega fyrir okkur!