Samstarf við Tónlistarskóla Snæfellsbæjar

Nú á fimmtudaginn kom hann Jenni til okkar en hann er tónlistarkennari við Tónlistarskóla Snæfellsbæjar. Hann mun kenna ellefu nemendum okkar á ýmis hjóðfæri nú í vetur. Kennslan fer fram frá 8:20 – 13:00 á fimmtudögum og um hálft nám er að ræða. 

Í haust var leitað til Valentinu skólastjóra tónlistarskólans um samstarf við Eyja- og Miklaholtshrepp um formlegt tónlistarnám og skemmst er frá því að segja að Valentina gerði allt sem í hennar valdi stóð og rúmlega það til þess að þetta gæti orðið. Sömuleiðis tók sveitarstjóri þeirra Snæfellsbæinga vel í erindið og við erum farin af stað. 

Steinunn okkar Páls kemur áfram til okkar en nú 1x í viku og verður með tónmenntakennslu við skólann, þar syngja börnin, prófa ýmis hljóðværi og fleira skemmtilegt. Áfram verða tónlistardagar hjá okkur þar sem tónfundir tónlistarskólanemendanna verða hluti af dagskránni. 

Við erum afskaplega stolt af því að það hafi tekist að koma þessu samstarfi á og vonandi skilar það okkur góðum árangri og skemmtun. 

Tónlistarkennslan fer fram til að byrja með þar sem leikskólinn var áður til húsa en þar er mjög góð aðstaða og friður.