Mikið fjör á Laugum

9. bekkurinn okkar fór að Laugum í Sælingsdal nú í október og þótti mjög gaman! Krakkarnir voru sammála um að ferðin til þessa æskuheimilis Guðrúnar Ósvífursdóttur, hafi tekist frábærlega vel – og sama má segja um staðarhaldara – þeir voru mjög ánægðir með alla krakkana. Það er vel viðeigandi að heimsækja Sælingsdalinn því þar er sögusvið Laxdælu en hana erum við að lesa hér í skólanum. 

Nánar um þessar UMFÍ búðir: 

https://www.umfi.is/verkefni/ungmenna-og-tomstundabudir/ 

http://www.ungmennabudir.is/