Þorrablót Laugargerðisskóla 2019

Fimmtudaginn 31. janúar klukkan 12:00 verður þorrablót skólans haldið í annað sinn.

Foreldrar og aðstandendur, frænkur, frændur, ömmur og afar eru meira en velkomnir til okkar í skólann á þessum tíma. 

Hvert heimili kemur með sitt þorratrog fyrir sítt heimilisfólk og drykki. 

Dagskráin er í grófum dráttum þessi:

12:10 Borðhald – matur að heiman en í skóla verður hægt að fá skyr, uppstúf og rófustöppu.

Söngur

Skemmtiatriði sem nemendur sjá um með þátttöku foreldra og gesta.

 

Við væntum þess að sjá sem flesta og eiga góða stund í matsal skólans.