Nú er lag! Við í Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi, leitum eftir starfsfólki næsta vetur

Einkunnarorð skólans eru traust, virðing og vinátta.

Laugargerðisskóli er einn af örfáum fámennum skólum landsins þar sem hvert og eitt okkar setur svo sannarlega mark sitt á skólasamfélagið. Skólinn er samrekinn leik- og grunnskóli með um 25 nemendur.

Við leitum að starfsfólki til að vinna með okkur að spennandi og fjölbreyttum verkefnum.

Framundan er heilmikið þróunarstarf þar sem unnið verður að lýðræðislegri þátttöku allra og fjölbreyttum náms- og kennsluaðferðum. Mikil áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám, vinnustofur, samþætt verkefni af ýmsum toga, stafræna tækni og félagsfærniþjálfun (ART).

Skólinn er vel búinn tækjum og búnaði og á staðnum er bæði íþróttahús og sundlaug. Nágrenni skólans skartar einstakri náttúru og fjölbreyttum möguleikum til náms jafnt sem afþeyingar.

Hér eru miklir möguleikar  fyrir skapandi og áhugasama kennara og annað starfsfólk. Sveitarfélagið leggur metnað sinn í að reka metnaðarfullt skólastarf sem er í góðum tengslum við nærumhverfi sitt.

Við leitum að:

Umsjónarkennara fyrir eldra stig skólans (6.–10. bekk) og íþróttakennara fyrir leik- og grunnskóladeildir. Um er að ræða hvort heldur sem er heila stöðu eða tvær hlutastöður.

Mögulegar kennslugreinar eru:

Íslenska

Stærðfræði

Samfélagsfræði

Náttúrufræði

List- og verkgreinar (að frátalinni smíði)

Íþróttir og sund

Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunnskóla. Fáist ekki grunnskólakennari til starfsins er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna / stöðurnar að fenginni undanþágu.

Deildarstjóra leikskóladeildar í 100% starf

Leikskólakennara í allt að 100% starf 10 mánuði á ári.

Fáist ekki leikskólakennari til starfsins er heimilt að ráða annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á því að búa og starfa á landsbyggðinni að hafa samband og kynna sér þann góða valkost að ganga til liðs við okkur í Laugargerðisskóla. Við aðstoðum við leit á húsnæði.

Umsóknarfrestur er til 10. maí 2019. Áhugasamir hafi samband við skólastjóra, Ingveldi Eiríksdóttur, og  sendi umsóknir í tölvupósti ásamt ferilskrá og ábendingum um meðmælendur.

skolastjori@laugargerdisskoli.is

768 6600 / 435 6600