Við leitum að umsjónarkennara

Einkunnarorð skólans eru traust, virðing og vinátta.

Við leitum að starfsfólki til að vinna með okkur að spennandi og fjölbreyttum þróunarverkefnum:

Umsjónarkennara fyrir eldra stig skólans (6.–10. bekk) og íþróttakennara fyrir leik- og grunnskóladeildir. Um er að ræða hvort heldur sem er heila stöðu eða tvær hlutastöður.

Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunnskóla. Fáist ekki grunnskólakennari til starfsins er heimilt að ráða leiðbeinanda í stöðuna / stöðurnar að fenginni undanþágu.

Deildarstjóra leikskóladeildar í 100% starf

Leikskólakennara í allt að 100% starf 10 mánuði á ári.

Fáist ekki leikskólakennari til starfsins er heimilt að ráða annan í stöðuna. Starfið hentar jafnt körlum sem konum.

Einnig óskum við eftir:

Stuðningsfulltrúum við þrif og stuðning. Um er að ræða  u.þ.b. 3 störf til 9 1/2 mánaðar. Þeir sem sinna þessum störfum nú þegar eru hvattir til þess að endurnýja umsókn sína frá fyrra ári.

Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á því að búa og starfa á landsbyggðinni að hafa samband og kynna sér þann góða valkost að ganga til liðs við okkur í Laugargerðisskóla. Við aðstoðum við að finna húsnæði á staðnum. Óvíða er fallegra en einmitt hér og á staðnum er íþróttahús og sundlaug. Laugargerði er vel í sveit sett en  50 km eru í hvora átt í Stykkishólm og Borgarnes.

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2019. Áhugasamir hafi samband við skólastjóra, Ingveldi Eiríksdóttur, og  sendi umsóknir í tölvupósti ásamt ferilskrá og ábendingum um meðmælendur.

skolastjori@laugargerdisskoli.is

768 6600 / 435 6600