Vordagar

Nú er margt um að vera í skólasamfélaginu okkar. 

Þar sem við erum staðsett í landbúnaðarhéraði hefur sauðburður mikil áhrif á starf okkar og sauðburðurinn svo sannarlega! 

5. – 10. bekkur vinna nú heima við ýmis störf og halda ítarlegar dagbækur um verkefnin sem svo er unnið úr þegar komið er í skólann eftir helgina. 

Yngri nemendur skólans spreyta sig við annars konar verkefni hér í skólanum; þau fóru að Skriðunni sem féll úr Fagraskógarfjalli í haust og fundu þar stórmerkilega steina sem eiginlega enginn veit hvers tegundar eru og svo er komið að senda þarf sýni til rannsóknar! Já hér eru vísindamenn við störf!

Þau fóru í Ystu Garða í morgun og aðstoðuð við sauðburð og á eftir fóru þau í gott bað í sundi og tóku langan og góðan sundtíma! 

Á morgun verður það svo gönguferð og önnur útivera. Hér leiðist ekki nokkrum manni!