Íbúaþing um skólamál

Laugargerðisskóli í samstarfi við Skólastofuna slf – rannsóknir og ráðgjöf og Eyja- og Miklaholtshrepp kynnir íbúaþing um skólamál miðvikudaginn 4. september klukkan 10:30 – 12 00.

Laugargerðisskóli í samstarfi við Skólastofuna slf – rannsóknir og ráðgjöf og Eyja- og Miklaholtshrepp kynnir íbúaþing um skólamál miðvikudaginn 4. september klukkan 10:30 – 12 00.

Matur verður í boði að þingi loknu fyrir þátttakendur.

Markmiðið með íbúaþingimu er að leita svara við ýmsum spurningum sem varða skólastefnu og áherslur skólahverfisins.

Ingvar Sigurgeirsson mun stýra umræðum og úrvinnslu.

Innlegg frá þinginu verða nýtt til að kynnast áherslum og nýta þær við mótun skólastefnu sveitarfélagsins.

Leitað verður svara við mörgum brennandi spurningum t.d.:

·     Hvernig getum við eflt skólastarfið í Laugargerðisskóla?

·     Hvernig sjáum við framtíð skólans okkar, t.d. eftir 5 ár, eða 10?

·     Hvað brennur mest á íbúum skólahverfisins í skólamálum?

·     Hvað er brýnast að gera?

·     Hvaða leiðir eru bestar?

Allir íbúar Eyja- og Miklaholtshrepps og Kolbeinsstaðahrepps sem áhuga hafa á skólamálum hvort sem þeir eiga börn í skólanum eður ei, eru hvattir til að mæta og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Innan skólans munu nemendur og starfsmenn sömuleiðis leita svara við þessum spurningum þannig að sem flestir komi að stefnumótuninni.

Saman byggjum við sterkt skólasamfélag.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í tölvupósti til skólastjóra Ingveldar Eiríksdóttur  – skolastjori@laugargerdisskoli.is