Jarðfræðiferðalag um Nesið

Mynd Jón Eiríksson

Þriðjudaginn 27. ágúst verður jarðfræðiferðalag nemenda um nágrenni skólans og vestur á Nes.

Fararstjóri og leiðbeinandi verður Jón Eiríksson jarðfræðingur og fyrrum starfsmaður Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Jón er þaulreyndur kennari í jarðfræði og hefur kennt bæði hér heima og víða um heim. 
Skólinn býður öllum sem vilja að koma með svo lengi sem rútan tekur við. Foreldrar, systkini, afar og ömmur eru velkomin með sem og sveitungar aðrir, verði pláss.

Við hvetjum alla til þess að koma með og njóta leiðsagnar Jóns sem kann margar sögur og er um margt fróður um einstaka náttúru Snæfellsnes.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar en búast má við að ferðin taki 5 – 6 tíma og við munum stoppa nokkrum sinnum á leiðinni og eitt matarstopp verður gert. Nemendur skólans fá mat en aðrir gestir taka með sér nesti – en nánar um það næstu daga.

Brottför frá skólanum yrði um 10:00 þennan þriðjudag.

Þetta verður bara gaman!

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfang skólastjóra, skolastjori@laugargerdisskoli.is

Starfsfólk Laugargerðisskóla