Íbúaþing um skólamál

Kæru sveitungar og grannar!

Mig langar til þess að hvetja ykkur til þess að líta við í Laugargerðisskóla á miðvikudagsmorgun, 4. sept. í spjall um skólamál og þróun þeirra hér í Laugargerði og sveitarfélögunum tveimur sem sækja hingað þjónustu.

Ekki er síður mikilvægt að fá hingað, þau ykkar sem nýtið ekki þjónustu skólans heldur leitið annað til að heyra sjónarmið ykkar, áherslur og fá góðar ábendingar.

Fyrirkomulagið er þannig að í þessum hópi frá 10:30 – 12:00 hittast allir aðrir en nemendur og starfsmenn skólans. Þarna er því lögð áhersla á að fá raddir íbúanna fram í litlum umræðuhópum.

Íbúaþing sem þetta á allt undir góðri þátttöku ykkar og er það innileg von mín að þið sjáið ykkur sem flest fært að mæta. Hér er um einstakt tækifæri að ræða.

Hér má kynna sér þingið nánar.

Munið að tilkynna þátttöku til Ingveldar