Jarðfræðiferðin í myndum

Það getur verið gott að fara í jarðfræðiferðir með setlagafræðingi sérstaklega þegar fjallasýnin var ekki meiri en þegar við hér í Laugargerði lögðum land undir fætur og dekk. Setlög eru einmitt sérgrein Jóns Eiríkssonar sem fór með okkur um jarðfræðiundur nágrennis skólans.

Það getur verið strembið að búa til dagskrá og halda öllum við efnið í ferð sem þessari þegar aldursbil þátttakanda er um 60 ár en það er von okkar að allir hafi orðið einhvers vísari og fundið eitthvað við sitt hæfi!

Kærar þakkir Jón fyrir að gefa þér tíma til þess að fara með okkur!