Skólhald verður að mestu með hefðbundnum hætti

Skólahald verður með hefðbundnum hætti á morgun, mánudag 16. mars. Þó margir hafi ákveðið að hafa starfsdag á morgun er ekki svo hjá okkur. Áhrif samkomubanns og fjölda í kennslustofum hefur ekki áhrif á skólahald okkar. Við munum hins vegar bregðast við öllum þeim ábendingum sem við höfum fengið og treystum á að skólasamfélagið allt geri hið sama.