Eldborgarganga

Hér í Laugargerði er ekki slegið slöku við. Við förum út í öllum veðrum, sullum í pollum og örkum um fjöll og firnindi. Í kjölfar jarðfræðiferðarinnar þótti okkur góð hugmynd að kíkja á Eldborgu og lögðum í hann í góðu og fallegu haustveðri – öll saman í grunnskóladeildinni.

Frábær ferð og fróðleg.