Hrekkjarvakan 2019 – takið daginn frá!

Í skólanum verður hrekkjarvakan haldin hátíðleg 31 október.

Ýmislegt verður brallað og sumt af því fá nemendur alls ekkert að vita fyrr en þeir mæta að morgni 31. októbers! En sumt er þó gott að vita til dæmis:

Öllum sveitungum og íbúum skólahverfisins verður boðið í hádegisverð í skólanum – en yfir þeirri súpu svífa andar hinna dauðu…. úúúú

Allir mæta í búningum – eða koma með þá með sér, fá andlitsmálningu í skólanum og eftir skóla er síðan haldið í Lýsuhól þar sem foreldrafélag þess góða skóla hefur boðið öllum nemendum í 1. – 10. bekk á Hrekkjarvökuhátíð!

Það er því um að gera að byrja að kíkja eftir búningum, sauma, hanna, klippa og skera!

Hér eru upplýsingar um hrekkjarvökuna sem er – gamall síður og eins norrænn og hann getur verið!

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=30382

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5367