Bjóðum góðan dag og heilsumst!

Í skólanum erum við mikið að ræða samskipti þessa dagana og hvernig við getum bætt þau, hvert og eitt okkar. Eitt af því sem við ræðum er að taka undir kveðju og bjóða góðan daginn. Hér á eftir eru fimm atriði sem einföld kveðja getur haft áhrif á.

Um gildi þess að bjóða góðan dag (og heilsast)

1.  Það er kurteisi

Það að bjóða góðan dag, er jafn sjálfsagt og þakka fyrir sig eða biðja einhvern um að gjöra svo vel að rétta sér eitthvað.

2.  Það gefur til kynna að þú sért velkomin/n

Að bjóða góðan dag, er staðfesting á því að eftir þér sé tekið og að þú sért velkominn. 

3.  Það getur auðveldað samskipti

Það er auðveldara að hefja samtal við einhverja sem þú hefur boðið góðan dag, fyrr um daginn eða stuttu áður en þú ætlar eða þarft að tala við hana.

4. Við erum öll jafngild

Það að bjóða öllum sem við hittum, góðan dag, sýnir að við metum alla jafnt og viljum gjarnan að dagurinn verði þeim góður.

5. Það kostar ekki neitt!

Staðreyndin er sú að við viljum öll að eftir okkur sé tekið og eiga í jákvæðum samsiptum við sem flesta. Það að bjóða góðan dag eða heilsa bætir ekki öll samskipti í einum hvelli – en getur vissulega bætt andrúmsloftið umtalsvert!

Er ekki bara alveg gráupplagt að æfa sig um helgina!?!

Þýtt og staðfært IE 15.11.2019 af https://www.thehappinessfirm.com/single-post/2018/07/11/5-reasons-why-saying-good-morning-to-office-colleagues-is-a-good-practice