Skólahald fellur niður í dag

Vegna veðurs og færðar verður ekki skóli í dag. Nemendur eru hvattir til þess að sinna námi sínu heima, vera duglegir að lesa upphátt og vinna í þeim verkefnum sem hægt er að gera heima fyrir.

Þetta er nú þriðji dagurinn á stuttum tíma þar sem skólhald fellur alveg niður hjá nemendum, en fleiri daga hafa börn úr Miklaholtshreppi ekki komist í skólann. Þetta er nú kannski eins og hjá honum Skrámi og jólasveininum hér um árið – þetta er nú að verða svoooooldið þreytandi!