Menningarleg mósaík

Hvað merkir að vera Evrópubúi?

Hér má sjá fríðan hóp Íslands sem fer til Haag á móts við aðra Evrópubúa, til skrafs og ráðagerða

Nú um áramótin fengum við tilboð sem eiginlega var ekki hægt að hafna um að hitta unglinga frá öðrum löndum í Evrópu. Það var því brettar upp ermar og haldið af stað í undirbúning! Og viti menn nú eru þau flogin, lent og vísast komin til Haag í villuna. Á morgun hefst svo dagskráin sem er afskaplega fjölbreytt.

Á fimmtudagskvöldið verður íslenski hópurinn með kynningu á landi og þjóð, þá býður hann upp á kjötsúpu, harðfisk með smjöri og flatkökur – eitthvað þjóðlegt og gott!

Við bíðum spennt frekari frétta!

Önnur lönd sem taka þátt eru; Holland, Rúmenía, Serbía, Rússland og Sviss.