Umsóknarfrestur um starf matráðar er framlengdur

  • Við óskum eftir:
  • Mátráði til að sinna mötuneyti skólans. Um er að ræða 85% starf. Hlutverk matráðar er m.a. að bjóða upp á næringarríkt og hollt fæði á skólatíma í samræmi við manneldismarkmið. Sjá um aðföng, þrif á eldhúsi og matsal, útbúa matseðla og stýra starfsemi eldhússins í samráði við skólastjóra.  

Við óskum eftir samstarfsliprum einstaklingi hvort heldur sem er karli eða konu. Viðkomandi þarf að hafa áhuga á því að vinna með fólki á öllum aldri og hafa ánægju af samskiptum við börn og unglinga.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 13. ágúst 2020.

Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Ingveldur Eiríksdóttir í síma 7686600, 4356600 og í tölvupósti, skolastjori hja laugargerdisskoli.is

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn til skólastjóra á rafrænu formi með upplýsingum um náms- og starfsreynslu. Umsóknarfrestur er til 30.05.2020.