Smiðjur haust 2017

Föstudaginn 6. okt fóru krakkarnir í 8. og 10. bekk í smiðjur á Kleppjárnsreykjum. Þar voru mættir krakkar af unglingastigi frá grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi og Kleppjárnsreykjum, Reykhólaskóla og Laugargerðisskóla. Smiðjurnar voru fjölbreyttar að vanda en nú var boðið upp á: Blak, bakstur og kökuskreytingar, rafiðn, tálgun og útskurð, kvikmyndagerð og jóga. Vinna hefst kl. 14:30 á föstudegi og stendur fram að kvöldmat. Þá er slappað af , farið í leiki og horft á fótboltaleik. Síðan er byrjað aftur kl. 09 á laugardagsmorgni og unnið til kl. 14 með hádegishléi. Það er alltaf endað með smá lokakynningu fyrir alla og síðan farið heim. Okkar krakkar komust öll í sitt fyrsta val og voru ánægð með dvölina. (Myndir)