Gönguferð haust 2017

Fimmtudaginn 18. október lögðu tvær vaskar konur og einn ungur sveinn af stað í gönguferð með nemendur grunnskóladeildar. Var hópnum ekið upp að afleggjara að veiðihúsum við Haffjarðará. Fyrst var genginn stuttur spölur undir einu mislægu gatnamót sveitarinnar en síðan var haldið af stað upp veiðiveginn við Haffjarðará. Gengið var að gömlu veiðihúsunum við Kvörn þar sem áð var og umhverfi og hús skoðuð. Síðan var gengið meðfram hraunjaðrinum að Ytri-Rauðamel þangað sem hópurinn var sóttur. Þar sem þetta var soldið aldursdreifður hópur voru menn auðvitað misþreyttir og var þá gott að eiga einhvern eldri að til aðstoðar. (Myndir)