Föndurstundir

Foreldrafélagið var með sitt árlega jólaföndur 5. des og var ýmislegt skemmtilegt í boði að venju. Nemendur og foreldrar áttu góða föndurstund saman eftir hádegi þar sem var föndrað, hlustað á jólatónlist og drukkinn svali og borðaðar smákökur.

6. og 7. des. voru síðan föndurstundir í skólanum þar sem nemendum var skipt í 4 hópa og fóru síðan á stöðvar þar sem ákveðin föndurverkefni  voru unnin á hverri stöð og fóru allir á allar stöðvarnar. Myndir frá þessum dögum má sjá hér og hér.