Foreldrafélagið

Samþykktir foreldrafélags Laugargerðisskóla:

1.gr.

Félagið heitir Foreldrafélag Laugargerðisskóla.

2.gr.

Heimili félagsins og varnarþing er að Laugargerðisskóla, Eyja-og Miklaholtshreppur, 311 Borgarnes.

3.gr.

Tilgangur félagsins er að styrkja skólann í hvívetna og vinna að heill og hamingju nemenda og vera samstarfsvettvangur foreldra innbyrðis.

4.gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið að ná með því að veita skólanum lið til þess að hann búi við sem bestar aðstæður, veita skólanum aðstoð vegna ákveðinna verkefna, koma á umræðufundum um skóla- og uppeldismál almennt í samráði við skólann og stuðla að félagslíf nemenda innan skólans.

5.gr.

Aðild að félaginu hafa allir foreldra eða forsvarsmenn sem eru með eitt eða fleiri börn í Laugargerðisskóla eða leikskóla Laugargerðisskóla.

6.gr.

Starfstímabil félagsins er skólaárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn og skólastjórinn mega vera þátttakendur í aðalfundi.

7.gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en í september skólaár hvert og skal boða til hans með að minnsta kosti viku fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Á aðalfundi er meðal annars flutt skýrsla stjórnar, lagðir fram reikningar félagsins, kosin í stjórn félagsins samkvæmt lögum þess og gengið frá lagabreytingum ef einhverjar eru. Stjórn foreldrafélagsins skal halda fund a.m.k. einu sinni á hverri skólaönn. Formaður félagsins boðar til allra funda. Skylt er að boða félagsfund ef 1/3 félagsmanna æskir þess.

8.gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 3 félagsmönnum, formanni, ritari og gjaldkeri, kjörnum á aðalfundi til þriggja ára í senn. Kosið er um einn stjórnamann á ári og skiptir stjórnin með sér verkum. Einnig eru kosnir þrír í varastjórn. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

9.gr.

Stjórn Foreldrafélags Laugargerðisskóla framkvæmir samþykktir félagsfunda en hefur ekki afskipti af vandamálum sem upp koma á milli einstakra foreldra og starfsmanna.

10.gr.

Aðild að Foreldrafélagi Laugargerðisskóla er gjaldfrjáls. Starfsemi félagsins er fjármögnuð með sölu á klósettpappír og jólaföndri og leigu á bingóspjöldum.

11.gr.

Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

12.gr.

Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða og renna eignir þess til nemendafélags Laugargerðisskóla.