Ágústbréf 2016

Ágætu íbúar Kolbeinsstaðahrepps og Eyja- og Miklaholtshrepps.

Laugargerðisskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst klukkan 14:00
Nemendur munu hitta umsjónarkennara sinn og fá stundatöflur.

Heitt verður á könnunni.
Kennsla hefst svo þriðjudaginn 23. ágúst hjá leik og grunnskóla. Þriðjudaginn verður kennt fram að hádegi og nemendur keyrðir heim klukkan 12:10
Öll börn á skólaskyldualdri þurfa að vera skráð í skólann. Leikskóli verður starfandi líkt og síðasta ár. Þeir foreldrar sem ekki koma á skólasetningu en ætla að nota leikskólann í vetur, eru beðnir að hafa samband við skólastjóra í síma 4356600/8944600.
Stefnt er að námsefniskynningu fyrstu vikuna í september. Nánar um það í septemberbréfi.
Allir nemendur þurfa að hafa skriffæri, blýanta eða blýpenna þau eldri, muna eftir blýi, yddara, strokleður.
Í vetur mun skólinn sjá nemendum fyrir öðrum námsgögnum, s.s. stílabókum, reikningsheftum, möppum og þess háttar.
Fyrir íþróttir þarf stuttbuxur, stuttermabol, íþróttaskó, sundföt og sundgleraugu. Yngsta stig þarf ekki íþróttaskó. Gera ráð fyrir útiíþróttum meðan veður leyfir í haust. Einnig ætlum við að nota haustið sem mest til útikennslu/vinnu. Nemendur þurfa að reikna með útikennslu og útiveru næstu vikurnar.
Æskilegt að sem flestir nemendur eigi inniskó í skólanum og reynslan sýnir að vel merkt útiföt og skór týnast síður. Gott væri að foreldrar settust niður með börnunum og merktu sem mest af því sem notað er í skólanum.
Afmælisbarn ágústmánaðar: Elín Una (12)

Starfsfólk Laugargerðisskóla