Septemberbréf 2016

Nú er skólastarfið komið vel í gang. Við stefnum á gönguferð með öllum nemendum í byrjun september. Norræna skólahlaupið tökum við líka einn góðan veðurdag í sept.
Ákveðið hefur verið að gera sýnilegt á skóladagatali hvaða grunnþætti og þema er unnið með í hverjum mánuði. Þema september er hreyfing og grænfáni. Allir þurfa að muna að vera klæddir til útivistar alla daga.
Skólabækurnar sem nemendur fá afhentar eru eign skólans og það er mikilvægt að þær endist. Allir nemendur eiga að hafa teygjumöppur utan um bækurnar.
1.september Verða Miðstigsleikar í Borgarnesi frá kl 10 – 14 fyrir nemendur 5- 7. bekkja. Nánara skipulag fylgir með þeim nemendum.
8. september kl. 20:30 verður kynning fyrir foreldra á námsefni og námsmati. Kynntar talsverðar breytingar á námsmati og námsáætlunum.
Aðalfundur Foreldrafélags Laugargerðisskóla verður haldinn í beinu framhaldi. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarmál. 2.Kosningar. 3. Önnur mál. Hvetjum alla foreldra til að mæta.
9.september er skipulagsdagur allra skóla á Vesturlandi og kennsla fellur niður þann dag.
14. september fara ný kosnir vinaliðar á námskeið í Ólafsvík.
Samræmd könnunarpróf hjá 7. bekk verða 22. sept. íslenska, og 23. sept. stærðfræði. Könnunarpróf hjá 4. bekk verða 29. september íslenska og 30. september stærðfræði.
Von er á Rósu hjúkrunarfræðing í lok september.
Þeir foreldrar sem vilja að barn þeirra fái sérfræðiþjónustu í vetur, vinsamlegast hafið samband við skólastjóra.
Langur dagur fyrir 5. – 10. bekk verður 29. september. Foreldrar sæki börnin klukkan 21:00. Umsjón með félagslífi nemenda hefur Sigurður Jónsson.
Afmælisbörn septembermánaðar: Áslaug ráðskona (3), Aron Sölvi (7), Kolbrún Katla (28)