Októberbréf 2016

Handbók, starfsáætlun og skóladagatal hefur verið sent heim til allra. Á skóladagatalinu eru félagsstörf á vegum foreldrafélagsins s.s. langir dagar og íþróttaæfingar merkt inn. Einnig hverjir eru á vakt. Við erum ekki búin að fá dagskrá frá Félagsmiðstöðinni Óðal þannig að ekki er hægt að merkja það inn. Viðburðir þar verða settir inn á mánaðarbréfin eða sendar upplýsingar í tölvupósti til foreldra. Handbók Laugargerðisskóla er einnig á heimasíðu skólans. Efst á skóladagatalinu eru yfirmarkmið mánaðarins og í október eru það LÍFSLEIKNI OG SAMSKIPTI.

Námskynning og aðalfundur Foreldrafélags Laugargerðisskóla var haldinn 13. september. Í stjórn foreldrafélagsins eru Sigríður J. Sigurðardóttir, Guðný Linda Gísladóttir og Katharina Kotschote. Á heimasíðu eru komnar myndir frá gönguferðum og myndir úr skólavinnunni bætast inn jafnt og þétt. Nýr nemandi kom í leikskólann um miðjan september Aukse Dadurkaite, hún er tveggja ára og býr í Laugargerðisskóla.
Flúorskolað verður hálfsmánaðarlega. Ef einhverjir foreldrar vilja ekki að börn þeirra fái flúorskolun þurfa þeir að láta umsjónarkennara vita.
Í október fara af stað íþróttaæfingar sem verða mánaðarlega á vegum Foreldrafélags Laugargerðisskóla. Íþróttaæfingar verða fyrir 5.-10. bekkinga á þriðjudögum eftir skóla og standa til klukkan 16:30. Þegar foreldrar eiga vaktir á æfingunum er það á þeirra ábyrgð að fá einhvern fyrir sig ef þeir forfallast af einhverjum orsökum.Sama gildir um gæslu á löngum dögum. Ef vitað er að færri en 6 nemendur ætla að mæta, verður æfingin felld niður og haft samband við gæslubæ um hádegið.
Við viljum minna foreldra á að sjá til þess að börnin séu klædd til útivistar, alltaf er farið út a.m.k. 2 á dag. Við hvetjum foreldra til að sjá til þess að börnin hafi inniskó í skólanum.
Nemendur munu fljótlega fara af stað með klósettpappírssölu og rennur allur ágóðinn af sölunni til Ferðasjóðs nemenda.
• 4. okt verður íþróttaæfing. Á vakt Miðhraun (Steinunn)
• 6. okt kemur Elmar Þórðarson talmeinafræðingur
• 11. okt stefnum við á að gera saman slátur og viljum við bjóða foreldrum,ömmum og öfum að koma og vera með okkur. Sláturgerð byrjar kl 9.30 og lýkur um hádegið.
• 12-13. október verðum við með tvær konur í heimsókn frá Menntamálastofnun vegna ytra mats.
• 17-21.okt fer unlingastigið í skólabúðir að Laugum.Nánari upplýsingar verða sendar heim með nemendum.
• 20. okt kemur Inga Stefánsdóttir sálfræðingur.
• 21. okt Leiksýningin Eldbarnið fyrir 5.-7. bekk sýnt í Borgarnesi.
• 25. okt. kemur Rósa Marínósdóttir skólahjúkrunarfræðingur.
• Alma Sif námsráðgjafi væntanleg í mánuðinum,
• 27. okt langur dagur 5.- 10.b. Á vakt Kolviðarnes .
Afmælisbörn október eru: Gísli (2), Lukas (28)