Nóvemberbréf 2016

Ágætu foreldrar, vetur konungur er mættur, því minnum við á að allir komi vel klæddir í skólann. Í nóvember er læsi og listir þema mánaðarins. Allir nemendur þurfa að lesa heima, yngsta stig 15-20 mínútur, mið og elsta stig minnst 30 mínútur á dag. Í tengslum við Þjóðarsáttmála um læsi, gerðu Heimili og skóli Læsissáttmála fyrir foreldra. Við bendum foreldrum á að fara inn á heimiliogskoli.is Þar er læsissáttmáli sem við bendum foreldrum á að lesa og prenta út. Í skólanum verður ýmislegt gert til að auka við lestur
Sala á klósettpappír og öðru sem nemendur eru að selja, verður í nóvember.
1. nóv. Íþróttaæfing frá 15:30 – 16:30 á gæslu Hrossholt

2. nóv. Sláturgerð,byrjar 9:20 allir velkomnir að taka þátt.

2. nóv. Foreldraviðtöl hefjast. Vinsamlegast hafið samband ef tíminn hentar ekki.

7. nóv Listir fyrir alla. Yngsta stig fer með kennara í Stykkishólm á leikritið Baldursbrá.

8. nóv. Nemendur fara heim kl. 13:25 vegna námskeiðs kennara.

10.nóv. Æskulýðsball fyrir elsta stig í Borgarnesi 11.- 12. nóvember verða Smiðjur á Varmalandi fyrir nemendur í 9.-10. bekk Nánari upplýsingar koma í bréfi og/eða kynnt í foreldraviðtölum.

17.nóv. kemur Inga Stefánsdóttir sálfræðingur.

17. nóv. Langur dagur. 5.-10. bekkur fara á Lýsuhól.

19. nóv. (laugardag) Fjölskylduferð í skautahöllina fyrir leik og grunnskóla, skipulögð af foreldrafélaginu. Nánari upplýsingar verða sendar heim.

22. nóv. kemur Rósa hjúkrunarfræðingur og hittir 7. bekk.

26.nóv. (laugardagur) Áætluð Leikhúsferð á Bláa hnöttinn með foreldrafélaginu, nánari upplýsingar verða sendar heim.

29. nóv. Jólaföndur Foreldrafélagsins.
Starfsfólk Laugargerðisskóla
Afmælisbörn í nóvember eru: Kristín Lára (2), Sesselja (2), Freyja (6) Hafdís Lóa (15), Lína og Halla (18), Svandís Svava (22).