Desemberbréf 2016

Eftirtaldir þrír dagar verða meira helgaðir föndri og bakstri í skólanum, 6. des. 13.des og 15.des. verður bæði bakað og skreytt. Einnig búnir til hlutir til að fara með heim, en ekki síst til að njóta aðventunnar í kyrrð og ró. Nemendur geta valið sér verkefni eftir áhuga en einnig er heimilt að stunda nám af kappi fyrir þá sem það kjósa fremur. Foreldrar og aðrir eru velkomnir eins og ávallt.

Aðventustund verður haldin í Lindartungu laugardaginn 3. desember klukkan 15:00. Kaffiveitingar verða að lokinni dagskrá.

1.des. Tónlistardagur Steinunnar. Hefst kl. 14:00. Allir velkomnir, kaffi á eftir.
5. des. KONFEKTGERÐ, hefst kl. 9:45, foreldrar velkomnir að taka þátt.
6.des. Íþróttir eftir skóla ef þátttaka er nóg. Hofsstaðir á vakt.
8. des. Jólaball verður haldið í Grunnskóla Borgarfjarðar Varmalandi fyrir nemendur
í 8.-10.bekk. Nánari upplýsingar verða sendar heim síðar.
12. des Ragnheiður Eyjólfsdóttir kemur og les upp úr Skuggasaga – Undirheimar
15. des. Inga sálfræðingur kemur
15. des. Langur dagur hjá nemendum í 5.-10. bekk. Krossholt á vakt.

Sú venja hefur verið hér í mörg ár að nemendur gefi hverjir öðrum gjafir í tengslum við stofujólin og munu þeir einnig gera það nú í ár. Verð hverrar gjafar á bilinu 500 – 1000 krónur. Dregið er um gjafirnar í bekkjunum. Gott að skila gjöfum til umsjónarkennara með góðum fyrirvara. Ath. að þetta á ekki við um nemendur leikskólans.

Litlu jólin verða 20. desember. Nemendur mæta í skólann klukkan 12:30 og halda stofujól með bekkjarfélögum og umsjónarkennara, taka upp jólakort og skiptast á gjöfum. Síðan verða hefðbundin litlu jól stundvíslega klukkan 13:30 og eru þá allir velkomnir. Eftir nokkur nemendaatriði verður verðlaunaafhending vegna póstpoka og gluggaskreytinga. Síðan verður dansað kringum jólatréð og vonandi koma jólasveinar í heimsókn. Í lokin verður boðið upp á kakó og smákökur sem nemendur hafa bakað.

Afmælisbarn desember: Halldór (4)

Starfsdagur 3. janúar hjá starfsfólki.

Fyrsti kennsludagur eftir jólafrí verður miðvikudagurinn 4. janúar 2017.

Gleðileg jól .
Starfsfólk Laugargerðisskóla