Janúarbréf 2017

Ágætu foreldrar og aðrir forráðamenn!

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir árið sem var að kveðja okkur. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa komið í skólann og sýnt okkur og því starfi sem hér er unnið áhuga og velvilja.
Litlu jólin gengu vel og má sjá myndir og annað um þau á heimasíðu skólans.Við hvetjum alla til að skoða hana reglulega. Þar eru mánaðarbréfin, myndir og pistlar frá kennurum. Slóðin er www.laugargerdisskoli.is

Í haust fór skólinn í Ytra mat. Niðurstöður eru komnar og verður skýrslan sett inn á heimasíðu skólans. Einnig verður sent bréf til foreldra og nemenda með helstu niðurstöðum.

Þema janúar er LÆSI. Það verður unnið með lestur á ýmsan hátt, yndislestur, leshringi, framsögn og upplestur svo eitthvað sé nefnt.
Eins og alltaf er mikið um að vera hér í skólanum, en líklega verður samt janúar rólegri en desember var. Við þurfum nú að einbeita okkur að náminu en ýmislegt er samt á döfinni eins og venjulega. Námsmat verður stöðugt fram til annaskipta sem eru í byrjun febrúar. Við minnum foreldra á að sjá til þess að börnin mæti vel klædd í skólann. Nú er vetur og gólfin köld svo gott væri að nemendur hefðu inniskó.

• 5. janúar kemur Inga sálfræðingur
• 10. janúar íþróttaæfing á vegum Foreldrafélagsins fyrir 5. – 10. bekk frá 15:20 – 16:30. Minni-Borg er með gæslu.
• 17. janúar kemur Rósa hjúkrunarfæðingur í skólann.
• 19. janúar Langur dagur verður hjá 5. – 10. bekk eftir skóla. Körfuboltaþjálfari kemur og krakkarnir frá Lýsuhóli verða
• með. Foreldrar sæki börnin klukkan 21:00. Á vakt er Hítarnes.
• Vikuna 23.-27. jan fer 7. bekkur að Reykjum. Nánar um það síðar.
• 25. janúar kemur Elmar talmeinafræðingur.

Það er komið að annaskiptum í tónlistarnáminu hjá Steinunni og foreldrar þurfa að láta vita hverjir ætla vera áfram. Kennt verður á blokkflautu, gítar, trommur, harmónikku og píanó. Til þess að kennslan beri sem bestan árangur þurfa nemendur að æfa sig vel heima. Foreldrar eru beðnir að fylla út miða hér að neðan og senda sem fyrst.
Gjald fyrir 10 skipti: Verð 9000 kr fyrir allt nema gítar og bassa, það kostar 8500 kr.

Afmælisbarn mánaðarins er: Jóna María (16 )

Starfsfólk Laugargerðisskóla