Febrúarbréf 2017

Þema febrúar er tungumál og fjölmenning.

Annaskipti og foreldraviðtöl verða dagana 6. – 10. febrúar eftir skóla og á skólatíma. Geti foreldrar ekki mætt á þeim tíma sem þeir fá úthlutað eru þeir vinsamlegast beðnir að láta vita sem fyrst.
Foreldrar leikskólabarna fá úthlutað tíma í viðtal hjá Herdísi.

Vinaliðaverkefnið gengur vel og nemendur duglegir að leika sér saman. Vinaliðarnir sem lokið hafa störfum þetta skólaár fengu þakkardag 30. janúar og nýir vinaliðar fara á námskeið í febrúar. Við minnum foreldra á að sjá til þess að allir nemendur hafi föt til útivistar í vetrarveðri.
Danskennsla hefst 20. febrúar og verður dagana 20., 21. 27. og 28. febrúar og lýkur með danssýningu öskudaginn 1. mars.

6. febrúar. Dagur stærðfræðinnar er 3.feb þá eru yngstu nemendurnir ekki í skólanum þannig að við munum færa hann til 6. febrúar. Hin hefðbundna skutlukeppni verður háð í íþróttahúsinu og hefst 14:10
6. febrúar Dagur leikskólans og því ætla leikskólabörn að bjóða foreldrum og grunnskólabörnum í kaffi eftir skutlukeppnina
7. febrúar Íþróttir Hofsstaðir með gæslu
Rósa skólahjúkrunarfræðingur kemur um miðjan mánuðinn og sendir heim í mentor til þeirra sem hún hittir
16. febrúar er langur dagur. Farið verður í heimsókn að Lýsuhóli.
23. febrúar Alma námsráðgjafi kemur og hittir 10. bekk Inga sálfræðingur kemur líka þennan dag

Afmælisbörn mánaðarins eru Erna Kristín (4), Hrafndís Viðja (24) og Steinka ( 26)