Marsbréf 2017

Febrúar er búinn að vera töluvert mikill „púsl“ mánuður. Veikindi starfsfólks og nemenda óvenjumikil. Danskennsla hófst 20. febrúar og endar með danssýningu á öskudag.
Undirbúningur og æfingar fyrir árshátíð hefjast um miðjan mars.
Nemendafélag Laugargerðisskóla mun hefja sölu á klósettpappír í mars. Vinsamlegast takið þeim vel. Allur ágóði rennur í ferðasjóð og til foreldrafélags.

Vegna vinnufundar kennara um námsmat, námsvísa og námsskrárgerð 7. mars verða nemendur keyrðir heim eftir hádegismat. Leikskóli starfar eins og venjulega. Foreldrar þurfa að sækja leikskólabörn.

Viðhorfskönnun foreldra verður send rafrænt til foreldra nemenda núna í mars. Það er hluti af sjálfsmatsvinnu skólans.

1. mars Öskudagur. Byrjum á danssýningu kl. 13:00 í íþróttahúsinu og í beinu framhaldi verður farið upp í skóla, allir fara í búninga og kötturinn sleginn úr tunnunni. Kaffi á eftir í boði foreldrafélagsins.
7. mars Keyrt heim eftir hádegismat kl :12:30
7.-9. mars verða samræmd könnunarpróf hjá 9.-10. bekk.
14. mars íþróttaæfing 15:20 – 16:30. Mýrdalur með gæslu.
17.-18. mars. Smiðjuhelgi hjá 9.-10. bekk. Halla og Siggi verða með krökkunum.
23. mars Upplestrarkeppni hjá 7. bekk haldin í Borgarnesi.
23. mars Langur dagur hjá 5. -10. bekk. Hrossholt á vakt.
25. mars Samfés 8.-10. bekkur. Nánar þegar nær dregur.
30. mars kemur Inga sálfræðingur.
31. mars ÁRSHÁTÍÐ verður haldin kl. 14:00.
Allir grunnskólanemendur mæta kl. 10, hádegismatur verður í skólanum.

Afmælisbörn mánaðarins eru:

Bjarki (8), Áslaug kennari (10), Áslaug Mýrdal (11),
Kristín Björk (15), Friðjón Haukur (24)

Starfsfólk Laugargerðisskóla