Aprílbréf 2017

2 síðustu vikur hafa verið helgaðar árshátíðarundirbúningi sem lauk á föstudaginn með sýningu og kaffihlaðborði. Hvort tveggja tókst vel. Viljum við þakka öllum sem komu og studdu þannig við ferðasjóð nemenda. Sérstakar þakkir fá þau Guðjón og Áslaug fyrir æfingar og leikstjórn. Nemendur eru svo allir sem einn búnir að leggja á sig mikla vinnu og eiga mikið hrós skilið.
Í apríl verður ýmislegt á döfinni, farið verður að vinna við skólablaðið, safna auglýsingum og semja efni. Stefnt er að því að koma því út í byrjun maí. Þeir sem vilja breyta símanúmerum, netföngum, auglýsa í blaðinu eða styrkja útgáfuna eru beðnir að hafa samband við Höllu eða Sigga, dalsmynn@ismennt.is siggi@laugargerdisskoli.is og laugargk@ismennt.is
Það eru ekki margir dagar eftir af skólaárinu og hvetjum við nemendur til að nýta apríl vel til náms. Það er alltaf erfiðara að halda sig inni við nám þegar vorið er komið á fulla ferð. Við biðjum foreldra/forráðamenn til að fylgjast vel með að nemendur séu samt hlýlega klæddir.

4. apríl íþróttaæfing. Á gæslu Hraunholt.
5. apríl Páskabingó á vegum foreldrafélagsins, hefst kl. 13:30. Allir velkomnir. Eitt spjald 600 kr- tvö spjöld 1000 kr. Nemendafélagið selur gos og nammi. Kaffi og te á könnunni.

6. apríl kemur Alma námsráðgjafi og hittir 10. bekkinga ásamt foreldrum og fer yfir innritun í framhaldsskóla.

7. apríl síðasti kennsludagur fyrir páskafrí. Kennsla hefst þriðjudaginn 18. apríl.
25. apríl Langur dagur 5.-10. bekkur. Minni-Borg með gæslu.

20. apríl Sumardagurinn fyrsti. Engin kennsla.

26. apríl kemur Elmar talmeinafræðingur
27. apríl kemur Inga sálfræðingur
27. apríl Tónlistardagur Steinunnar. Hefst kl. 14:00. Kaffi á eftir.
27. apríl verður Lyngbrekkuball fyrir nemendur í 9.-10. bekk.

Afmælisbörn mánaðarins eru: Siggi (6), Eyvindur ( 18) og Öddi (27)

Starfsfólk Laugargerðisskóla