Maíbréf 2017

Gleðilegt sumar, takk fyrir veturinn.
Skólablaðið Jökull er nú á lokasprettinum og fer væntanlega í dreifingu seint í maí. Viljum við enn og aftur þakka ykkur stuðninginn við þetta framtak krakkanna.
Við minnum á að einhverjir eiga eftir að borga fyrir klósettpappír/eldhúsrúllur.
Sund getur verið daglega til vors þannig að allir þurfa alltaf að vera með sundföt.
Fyrirhuguð er vorferð með 3.- 4. bekk. Farið verður góðan dag í fyrstu eða annarri vikunni í maí. Það verður ákveðið með dags fyrirvara miðað við veður. Þau þurfa að vera vel klædd.
Skila þarf öllum bókum og öðrum gögnum sem tilheyra skólanum eða bókasafninu til umsjónarkennara. Lokaskiladagur verður 11. maí . Munið einnig að skila þarf diskum, hljóðbókum, iPad snúrum og slíku.
Leikskólasund með foreldrum er áætlað einhvern góðviðrisdag í maí.
Próf í sundi og íþróttum verður í íþróttatímum en önnur próf verða sem hér segir:

5.-7. bekkur                            9.-10. bekkur

8. maí

Enska

Enska

9. maí

Lesskilningpróf /danska 7. b

Danska

10. maí

Náttúrufræði

Lesskilningspróf-náttúrufræði

11. maí

Stærðfræði

Stærðfræði

12. maí

Íslenska

Íslenska

3.-10. bekkur eru öll prófuð í lestri og skrift.
Prófdagana verða svo líka hefðbundin vorverk, gróðursetningar og hreinsunarstörf.
1.maí er verkalýðsdagurinn, engin kennsla þann dag.
4. maí Kynning frá FVA fyrir 9. og 10. bekk kl. 11:15
10. maí Tónlistarpróf
11.maí Foreldrafélagið grillar kl. 12:20
12. maí Vordagamöppur afhentar
Dagana 15., 16. og 17. maí Vordagar, heima /eða í skóla hjá 2-4.bekk.
18. maí Nemendur mæta í skóla, úrvinnsla verkefna. langur dagur hjá 5. -10.b.
19. maí verður ÓVISSUFERÐ 5.-10. bekkur

LEIKSKÓLINN STARFAR TIL OG MEÐ 24. MAÍ, SAMI STARFSTÍMI OG VENJULEGA.

Skólaslit verða föstudaginn 26. maí klukkan 14:00 Að venju verða kaffiveitingar á eftir. Allir velkomnir en sérstaklega bjóðum við 10 ára, 25 ára og 40 ára útskriftarnemendur að koma og rifja upp gamlar minningar.
Afmælisbörn í maí: Jón Haukur og Sigga Jóna (3), Ingibjörg (9), Árný (11), Hefa (12), Guðbjörg (15)

Kveðjur
Starfsfólk Laugargerðisskóla