4356600  8973605
skolastjori@laugargerdisskoli.is
Allt hefðbundið

Nú þegar september mánuði fer að ljúka er skólastarfið komið í fastar skorður. 8. bekkur er á Reykjum og því verið fámennt hjá okkur á meðan. Ekki bætti úr skák að einhver flensa virðist vera að hrekkja okkur núna. Fyrsti óveðursdagurinn kom í gær, 28. sept. og við fórum aðeins fyrr heim.

Skólabyrjun

Þessi vetur hófst mánudaginn 23. ágúst en þá mættu nemendur til kennslu. Við byrjuðum reyndar þennan fyrsta dag aðeins seinna svo þeir fengu smá aðlögun. Kennsla hófst síðan samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. Fyrsta vikan gekk vonum framar og var meðal annars farið í smá berjamó að Ytri-Rauðamel sem gekk mjög vel.