Föstudaginn 31. mars er síðasti kennsludagur fyrir páskafrí. Eftir hefðbundinn kennsludag ætlum við að hafa smá árshátíð. Yngra stigið verður með söng og dans og eldra stigið með stuttan leikþátt. Skemmtunin hefst kl. 13:30 og eru allir velkomnir. Ljúkum við síðan deginum með kaffi og kökum. Verð er 500kr. fyrir 6-67 ára, aðrir fá frítt.
Kennsla eftir páskafrí hefst aftur 11. april
Vikuna 17. til 21. október eru nemendur í 9. bekk í skólabúðum að Laugarvatni ásamt jafnöldrum úr samstarfsskólunum okkar. Fararstjóri með þeim er Katí á Hofsstöðum.
Þá er fyrsti mánuðurinn á þessu skólaári liðinn og hefur skólastarfið gengið nokkuð vel. Það urðu mannabreytingar á starfsfólki og eru nýir starfsmenn boðnir velkomnir og þökkum fyrrum fyrir vel unnin störf. Þá hefur nemendum fjölgað og eru nú 14 nemendur í grunnskóladeild auk tveggja í 0.bekk.
Við munum byrja mánudaginn 22. ágúst á styttri degi. Þar sem ekki verður formleg skólasetning munu skólabílar sækja börnin og við byrjum kl 10:30 og verðum út daginn eða til 14:45. Þriðjudaginn 23. hefst síðan hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá.
Laugargerðisskóli í Eyja og Miklaholtshreppi, auglýsir eftir kennara (sérkennara) og stuðningsfulltrúa
Um er að ræða íþróttakennslu ásamt almennri kennslu og almennan stuðning inn í kennslustofu.
Laugargerðisskóli er fámennur grunnskóli mitt á milli Borgarness og Stykkishólms. Hér nýtum við okkur jákvæðan aga og erum heilsueflandi skóli. Áhersla er á einstaklingsmiðað nám þar sem áhugi, frumkvæði og styrkleikar hvers og eins eru nýttir í leik og starfi.
Á staðnum er gott íþróttahús og sundlaug auk dásamlega fallegrar náttúru.
Húsnæði er í boði á staðnum.
Kaup og kjör eru samkvæmt kjarasamningum.
Umsóknarfrestur er til og með 20. maí 2022 og skal skila umsóknum rafrænt til skólastjóra.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 8973605 eða í tölvupósti: skolastjori@laugargerdisskoli.is
Sigurður Jónsson
Skólastjóri
Þá er páskafríið búið og nú má segja að síðasta törnin sé byrjuð. Maí-mánuður er nokkuð heill í ár, aðeins einn frídagur og því um að gera að nota hann vel. Vonandi viðrar vel í vor fyrir okkur svo við getum verið sem mest úti við.
Páskabingó á vegum foreldrafélagsins, verður 5. mars og hefst kl. 13:00. Allir velkomnir. Spjaldið kostar 500kr. Nemendafélagið selur gos og nammi. Kaffi og te á könnunni.
Það fór aldrei svo að við myndum ekki fá okkar skammt en núna, um miðjan mars, vantar okkur helming nemenda og starfsfólks. Vonum að þetta gangi bara hratt yfir hjá okkur.
Finnst þér gaman að vinna með börnum? Okkur vantar stuðningsfulltrúa eftir áramót. Nánari upplýsingar gefur Sigurður skólastjóri í síma 8973605 eða skolastjori@laugargerdisskoli.is
Jæja, tímin flýgur áfram eins og aldrei fyrr og nú er komið fram í miðjan nóvember. Skólastarfið heldur sinn gang þótt ýmislegt hafi hafi farið öðruvísi en ætlað var. Ýmsum atburðum hefur verið frestað eða felldir niður. Flensan er búin að vera að angra okkur upp á síðkastið og var ansi fámennt hjá okkur suma dagana en nú eru allir mættir og helst það vonandi þannig.
Nú þegar september mánuði fer að ljúka er skólastarfið komið í fastar skorður. 8. bekkur er á Reykjum og því verið fámennt hjá okkur á meðan. Ekki bætti úr skák að einhver flensa virðist vera að hrekkja okkur núna. Fyrsti óveðursdagurinn kom í gær, 28. sept. og við fórum aðeins fyrr heim.
Þessi vetur hófst mánudaginn 23. ágúst en þá mættu nemendur til kennslu. Við byrjuðum reyndar þennan fyrsta dag aðeins seinna svo þeir fengu smá aðlögun. Kennsla hófst síðan samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. Fyrsta vikan gekk vonum framar og var meðal annars farið í smá berjamó að Ytri-Rauðamel sem gekk mjög vel.